Skip to main content
All CollectionsÍslenskaAlmennt
Hvað kostar að nota Hopp?
Hvað kostar að nota Hopp?

Verðskrá Hopp er mismunandi eftir löndum, gjaldmiðlum og farartækjum.

Updated over a week ago

Almennt

Hopp er með rekstur á mörgum stöðum og með mismunandi týpur af farartækjum sem leiðir til mismunandi verðlags. Við reynum alltaf að verðleggja þjónustuna eins lágt og hægt er til að gera þjónustuna aðgengilega fyrir eins breiðan notendahóp og hægt er.

Biðgjald gæti verið lagt á greiðslukort í upphafi ferðar. Þetta er aðferð sem kannar og staðfestir að kort sé í gildi og er ekki það sama og greiðsla.

Lesa meira um það hér.

Verð fyrir rafskútur

Þegar rafskútur eru leigðar er greitt fyrir að aflæsa skútunni og svo fyrir hverja mínútu í ferð þar á eftir.

Hægt er að setja ferð á pásu og greiða þannig lægra mínútugjald.

Hægt er að sjá verðlista í appinu áður en ferð er byrjuð.

Sjá verðlista í appinu

Til að sjá verðlista í appinu þarf fyrst að velja rafskútu á kortinu.

Næst þarf að ýta á ⓘ-takkann til að kalla fram allan verðlistann.

Hér er hægt að sjá hvað það kostar að leigja rafskútu og setja ferð á pásu.

Sektir

Sektir geta verið rukkaðar fyrir að leggja rafskútum illa eða utan svæðis.


Verð Deilibíla

Þegar deilibíll er leigður er greitt fyrir ef bíllinn er tekinn frá, þegar honum er aflæst og svo fyrir hverja mínútu í ferð þar á eftir.

Þegar bíll er tekinn frá er gjald rukkað í allt að 30 mínútur í senn.

Verðlisti í appinu

Til að sjá verðlista í appinu þarf fyrst að velja deilibíl á kortinu.

Næst þarf að ýta ⓘ-takkann til að kalla fram allan verðlistann.

Hér er hægt að sjá verðlag á deilibílum. Takið eftir að ferðir sem eru endaðar út fyrir þjónustusvæði hafa 30,000 kr sekt.

Aðrar sektir

Brot á reglum og þjónustuskilmálum Deilibíla geta endað í fleiri sektum.

Sjá grein sem útskýrir sektir Deilibíla hér.


Hopp Leigubílar

Verðskrá Hopp leigubíla er reiknuð öðruvísi en fyrir rafskútur og deilibíla.

Smellta á takkan hér fyrir neðan til að sjá allt um verð fyrir leigubíla.

Did this answer your question?