Skip to main content
All CollectionsÍslenskaAlmennt
Afhverju var rukkað tvisvar fyrir eina ferð?
Afhverju var rukkað tvisvar fyrir eina ferð?

Af og til eru sett biðgjöld (e. Pre-authorization) á kort þegar viðskiptavinir nota Hopp.

Updated over a week ago

Biðgjöld (e. Pre-authorization)

Til að staðfesta að greiðslukort sé með næga innistæðu til að greiða fyrir Hopp-ferð þá er sett biðgjald á kortið.

Biðgjald er ekki það sama og greiðsla og í staðinn fyrir að upphæðin sé rukkuð þá er hún sett á bið þar til að ferðinni er lokið og greiðsla farin í gegn.

Biðgjaldið er mismunandi eftir landi, gjaldmiðli og ferðamáta.
Í Evrum er upphæðin venjulega €8 og í íslenskum krónum um 750 kr.

Losun biðgjalds

Tíminn sem það tekur að losa biðgjaldið byggist á bankanum þínum.

Hopp sleppir biðgjaldinu um leið og ferð er lokinni og ætti upphæðinni að vera skilað samtímis til baka. Það getur hinsvegar tekið suma banka allt frá 5 og upp í 10 daga að endurspegla losun biðgjalds á bankareikningnum.

Did this answer your question?