Skip to main content

Svæði og kort

Í appinu eru mismunandi svæði sem veita afslátt, hægja á farartæki og fleira.

Updated yesterday

Í appinu eru nokkur mismunandi svæði sem sjást á kortinu. Þessi svæði breyta hegðun farartækja og hafa áhrif á virkni. Þessi svæði eru:

  • Hægt svæði - Gult / appelsínugult

    • Hægir á farartækjum að keyra á þessu svæði.

  • Bannað að leggja - Hvítt

    • Ekki hægt að enda ferð meðan farartæki er á þessu svæði.

  • Bannsvæði - Rautt

    • Bannað að keyra á svæðinu og ekki hægt að enda ferð.

  • Afsláttarsvæði - Grænt

    • Afsláttur gefin fyrir að leggja hér.

  • Út fyrir svæði - Svart/grátt

    • Að fara út fyrir svæði getur endað ferð sjálfkrafa.

  • Leggju-stæði - Rautt P

    • Stæði sem nauðsynlegt er að enda ferð á.

  • Tilvalið-stæði - Blátt P

    • Stæði sem tilvalið er að enda ferð á.

  • Afsláttar- stæði (Hopp Spot) - Blá %

    • Stæði sem gefur afslátt af ferð.

Hægt er að smella á svæði í appinu til að sjá meiri upplýsingar um það.

Hægt svæði (gult / appelsínugult)

Hæg svæði eru bara fyrir rafskútur. Deilibílar verða ekki fyrir áhrifum.

Gulu svæðin hægja á rafskútum þegar keyrt er innan svæðis. Flest hæg svæði lækka hámarkshraðan niður í 15km/klst, en þau geta stundum farið allt niður í 6km/klst.

Rafskútan nær aftur upp venjulegum hraða þegar hæga svæðið er yfirgefið.

Staðir þar sem finna mætti hæg svæði:

  • Skólalóðir

  • Göngugötur

  • Gangstéttir með mikilli gangandi umferð


Bannað að leggja (Hvítt)

Svæði þar sem er bannað að leggja eru hvít á litinn og finnast innan þjónustusvæðisins.

Hægt er að keyra innan þessara svæða en ekki er hægt að enda ferðina þar.

Ef farartæki í ferð er skilið eftir innan rauðs svæðis þá getur ferðin verið óvirkjuð og notandin fær þá sekt fyrir. Rafskútur sem verða batteríslausar í miðri ferð innan þessara svæða geta líka leitt til sektar fyrir notandann.

Staðir sem mætti finna svæði þar sem er bannað að leggja:

  • Skólalóðir

  • Bílakjallarar

  • Einkalóðir

  • Gatnamót


Bannsvæði (Rautt)

Bannsvæðum verður bætt við í maí 2024 og eru merkt rauð. Svæði þar sem ekki má leggja er núna hvít.

Þegar keyrt er inn á bannsvæði þá hægist á rafskútu niður í 5-8km/klst og bannað er að enda ferðina með appinu og ef farartæki er skilið eftir þá verður notandi sektaður.

Svona svæði má finna á hjá:

  • Skólalóðum

  • Kirkjugörðum

  • Svæðum þar sem umferð almennings er bönnuð


Afsláttarsvæði (Grænt)

Ef ferð er enduð inn á grænu svæði þá fæst afsláttur fyrir ferðina.

Hægt er að sjá afslátt á kvittun í ferðasögunni í appinu.

Út fyrir svæði (Blátt)

Hvar má hoppa er afmarkað með stóra blá svæðinu sem rammar inn þjónustusvæðið.

Sum þjónustusvæði bjóða upp á að keyra út fyrir svæði (t.d. Deilibílar), en ef ferð er enduð utan svæðis þá gæti notandi fengið sekt.

Önnur svæði (t.d. Rafskútur í Reykjavík) leyfa að keyra út fyrir svæði en enda ferðina sjálfkrafa eftir smá stund.

Leggjustæði (Rautt P)

Sumar staðsetningar sem Hopp er með starfsemi (Tenerife ofl) eru með leggjustæði. Það er einungis hægt að enda ferð á þessum svæðum.

Tilvalið-stæði (Blátt P)

Tilvalið er að enda ferðir á bláu P-merkjunum.

Afsláttar-stæði / Hopp Spots (Blá %)

Ef þú endar ferðina á bláa prósentumerkinu (Hopp spot) í appinu færðu afslátt af ferðinni þinni. Afslátturinn getur verið mismunandi eftir staðsetningu, en með því að ýta á merkið í appinu geturðu séð nákvæmlega hversu mikill afsláttur er í boði á þeim stað.

Did this answer your question?