All Collections
Íslenska
Fyrirtækjareikningar
Umsjón með fyrirtækjareikning
Umsjón með fyrirtækjareikning

Stjórnendur fyrirtækjareikninga geta boðið starfsmönnum í reikninginn og sett notkunarreglur fyrir stað og stund.

Updated over a week ago

Notendur fyrirtækjareikninga skiptast í stjórnendur og starfsmenn

Stjórnendur geta boðið starfsmönnum að fá aðgang að reikningum, breytt núverandi starfsmönnum í stjórnendur og fjarlægt aðgang starfsmanna. Stjórnendur þurfa ekki að vera raunverulegir stjórnendur í fyrirtækinu, heldur bara þeir sem eiga að stýra fyrirtækjareikningum.

Gott er að hafa fleiri en einn stjórnenda á fyrirtækjareikning.

Aðgangsstýring

Mikilvægt er fyrir stjórnendur fyrirtækjareiknings að stýra hver hefur aðgang að reikningum.

Senda boð fyrir aðgang að reikning

Til þess að bjóða starfsmönnum í fyrirtækjareikninginn þarf að fara í Veskið í Hopp-appinu, velja reikninginn og ýta á "Bjóða" takkann á heimaskjá reikningisins.

Þetta opnar skjá sem inniheldur hlekk sem sendur er á starfsmenn til að bjóða þeim í fyrirtækjareikninginn.

Android:

Iphone:

Aðferðir til að senda boðshlekkinn

Það er nokkrar leiðir til að senda boðið til að veita aðgang að reikningum.

Hægt er að bjóða einum og einum notanda með því að beint á þá í gegnum textaskilaboð eða tölvupóst.

Leiðir til að bjóða mörgum í einu eru einnig til staðar.

Mögulegar aðferðir:

  • Með fjöldatölvupósti til allra þeirra sem eru boðnir að fá aðgang.

  • Sem skilaboð á innra skilaboðakerfi (Meta Workplace, Slack, Microsoft Teams, o.fl.)

  • Með því að nota QR-kóðaframleiðanda, tengja hlekkinn við hann og prenta QR-kóða til að skanna og taka þátt.

Hvernig á að samþykkja boð

Hvernig starfsmenn samþykkja boð og fá aðgang að fyrirtækjareikningi fer eftir nokkrum ástæðum, eins og hvort þeir séu nýir notendur Hopp eða hvernig þeir velja að opna boðshlekkinn.

Ýttu á hnappinn hér fyrir neðan til að lesa meira um hvernig samþykkja á boð.

Stilla aðgang starfsmanna

Að stýra aðgangi og hlutverkum innan fyrirtækjaaðgangs er einfalt. Athugaðu, að það þarf að vera minnst einn stjórnandi í hverjum aðgangi.

Mælt er með að hafa fleiri en einn stjórnanda til að starfsmenn geti komist öruggleg í samband þegar einn er ekki við.

Eftir að starfsmaður hefur fengið aðgang, hafa stjórnendur möguleikan til að breyta hlutverki þeirra eða fjarlægt úr reikningum.


Greiðslur og stillingar

Stjórnendur geta breytt upplýsingum um reikninginn og breytt korti sem notað er sem greiðslumáti.

Breyta stillingum

Stillingum er breytt breint í Hopp-appinu. Eina sem þarf aðgera er að opna fyrirtækjaaðganginn og ýta svo á hnappinn 'Breyta' uppi til hægri.

Svæðið þar sem hægt er að setja inn upplýsingar á kvittun er fyrir hluti sem birta þarf á nótuni sem send er í lok mánaðar.

Fleiri netföng

Hægt er að bæta við fleiri en einu tölvupóstfangi með því að skilja þau að með semikommu (;).

Breyta greiðslumáta

Ýttu á greiðslumátann til að velja nýtt kort fyrir greiðslur.

Að eyða fyrirtækjareikning er ekki mögulegt í appinu. Hafðu samband við þjónustuver til að reikninginn óvirkann.

Greiðslur

Þegar fyrirtækjaaðgangur er búinn til, er eitt greiðslukort (debet eða kredit) notað sem greiðslumáti fyrir allar ferðir farnar á fyrirtækjareikningum. Þetta þýðir að allar ferðir, af öllum starfsmönnum, eru greiddar með því korti.

Á 26. degi hvers mánaðar er tölvupóstur sendur á netfang fyrirtækisins. Í tölvupóstinum er yfirlit yfir notkun starfsmanna fyrir mánuðinn.

Því fylgja notkunartölur og niðurbrot fyrir hversu mikið hver starfsmaður hefur notað aðganginn í mánuðinum.

Hopp er sérleyfis fyrirtæki, með sjálfstætt starfandi fyrirtæki á hverju svæði. Þetta þýðir að ef starfsmenn nota reikninginn í mörgum svæðum þá munu stjórnendur fá reikningar frá mörgum mismunandi fyrirtækjum á enda mánaðarinn.

Dæmi: Hoppað er með reikningum í Reykjavík og á Akureyri. Sendir eru tveir reikningar þann 26., einn frá Hopp Reykjavík ehf og annar frá Hopp Akureyri ehf.

Mánaðargreiðslur

Stjórnendur geta sótt um að setja reikninginn í mánaðarlegar greiðslur. Með þessari aðferð greiðist allar ferðir saman og eru rukkaðar einu sinni í mánuði. Reikningar fyrir greiðslunum er sendur út þann 26. dag hvers mánaðar.

Til að virkja mánaðarlegar greiðslur þurfa stjórnendur að hafa samband
við það Hopp-sérleyfi sem starfrækt er á sínu svæði.

Did this answer your question?