Skip to main content
Notkun fyrirtækjareikninga

Svona samþykkja starfsmenn boð í fyrirtækjareikning og nota reikninginn til að greiða fyrir ferðir sína.

Updated over a week ago

Að samþykkja boð

Stjórnandi í fyrirtækjareikning þarf að bjóða starfsmönnum að fá aðgang með því að senda þeim hlekk. Þegar starfsmenn opna hlekkin þá fara þeir í gegnum ferli við að samþykkja boðið.

Það ferli er mismunandi eftir því hvort:

  • Hlekkurinn sé opnaður á tölvu eða í snjallsíma.

  • Hvort að starfsmaðurinn sé með virkan Hopp-aðgang

  • Hvort að hopp-appið sé uppsett á símanum eða ekki.

Núverandi notendur

Núverandi notendur sem eru með Hopp-appið í símanum sínum og með virkann notendaaðgang þurfa einunigs að ýta á hlekkinn og appið opnast með skjá þar sem samþykkja þarf boðið í fyrirtækja-reikninginn.

Nýir notendur

Starfsmenn sem hafa annaðhvort aldrei notað Hopp eða eru ekki lengur með Hopp appið uppsett á símanunum sínum opna hlekkinn og eru leiddir í gegnum ferli til að setja allt rétt upp.

Persónulegur Hopp aðgangur þarf að vera upp settur upp til að hægt sé að fá aðgang að fyrirtækjareikning.

Samþykkja boð á snjallsíma

Fyrir notendur sem ekki eru með appið í snjallsíma, fá þeir leiðbeiningar um að hlaða niður Hopp-forritið og setja upp notandareikning sinn.

Þegar búið er að ná í appið er ýtt aftur á hlekkinn og þá opnast appið með takka sem ýtt er á til að fá að gang að reikningnum.

Samþykkja boð á tölvu

Starfsmenn geta opnað hlekkinn með boðinu á borðtölvu eða fartölvu. Ferlið er örlítið frábrugðið ferlinu við að opna á síma en er einfalt samt sem áður.

Leiðbeiningarnar benda notanda á að sækja Hopp-appið fyrir snjallsímann sinn.

Þegar búið er að sækja appið og setja upp notendaaðgang þá þarf að skanna QR kóðann (annaðhvort með Hopp-appinu eða myndavélinni á símanum) og það opnar skjá í appinu sem leyfir þér að samþykkja boð í fyrirtækjareikninginn.

Samþykkja boðið í appinu

Ef allt fór vel þá ætti skjárinn fyrir neðan að birtast notenda. Eina sem er þá eftir að gera er að ýta á "Samþykkja boð" og þá hefur þú fengið aðgang að fyrirtækjareikningnum.

Núna er hægt að velja reikninginn sem greiðslumáta þegar Hoppað er.


Að nota fyrirtækjareikning

Til að nota fyrirtækjareikning sem greiðslumöguleika þegar verið er að nota Hopp þá þarf notandinn að finna næsta ökutæki og skanna það til að sjá leiguvalmöguleika.

Hér þarf að ýta á greiðslumáta til að opna lista af valmöguleikum. Í listanum þarf að velja fyrirtækjareikninginn og byrja ferðina. Kostnaðurinn er sendur á fyrirtækjareikninginn sjálfkrafa.

Stjórnendur geta valið að takmarka notkun starfsmanna við ákveðin svæði, tíma og ökutækja. Reikningurinn er óvirkur ef hann er ekki sýndur sem valmöguleiki.

Sjá upplýsingar um reikning

Hægt er að sjá upplýsingar um reikning í appinu með því að opna valmyndina og smella á Veski.

Þar er hægt að sjá hvar, hvenær og hvað má gera þegar verið er að Hoppa.

Einnig er hægt að sjá hverjir eru Stjórnendur fyrirtækjareikningsins.

Aðstoð

Leitaðu til Stjórnanda á fyrirtækjaaðgangnum ef þig vantar aðstoð. Ef stjórnendur geta ekki aðstoðað, eða ef þú upplifir tæknileg vandamál í appinu, þá hafðu samband við þjónustuverið í gegnum Hopp-appið.

Did this answer your question?