Notendur fyrirtækjareikninga skiptast í stjórnendur og starfsmenn
Stjórnendur geta boðið starfsmönnum að fá aðgang að reikningum, breytt núverandi starfsmönnum í stjórnendur og fjarlægt aðgang starfsmanna. Stjórnendur þurfa ekki að vera raunverulegir stjórnendur í fyrirtækinu, heldur bara þeir sem eiga að stýra fyrirtækjareikningum.
Gott er að hafa fleiri en einn stjórnenda á fyrirtækjareikningi.
Aðgangsstýring
Mikilvægt er fyrir stjórnendur fyrirtækjareiknings að stýra hver hefur aðgang að reikningnum.
Senda boð til meðlima í gegnum vefútgáfuna
Til að bjóða nýjum meðlimi í fyrirtækjareikninginn smellirðu á Invite.
Gluggi birtist með QR-kóða og beinum hlekk um boð að fyrirtækjareikningum í appinu. Þú getur deilt öðru hvoru með teyminu til að auðvelda þeim að skrá sig inn.
Aðferðir til að senda boðshlekkinn
Það eru nokkrar leiðir til að deila boðinu með fyrirtækinu.
Þegar þú smellir á Invite er beinn boðshlekkur sjálfkrafa afritaður á lyklaborðinu þínu. Þú getur svo nýtt þann hlekk á mismunandi hátt:
Mælt er með eftirfarandi aðferðum:
Tölvupóstur — Sendu hlekkinn á þá sem eiga að fá boð.
Innri samskiptatól — Deildu hlekknum í rásum á borð við Slack eða Microsoft Teams.
QR-kóði — Prentaðu eða birtu QR-kóðann svo starfsmenn geti skannað hann og gerst meðlimir.
Stilling aðgangs í vefútgáfunni
Þegar komnir eru meðlimir í reikninginn geta stjórnendur breytt hlutverkum þeirra til stjórnenda eða fjarlægt þá ef þörf krefur.
Að stýra aðgangi og hlutverkum innan fyrirtækjaaðgangs er einfalt. Smelltu á nafnið þeirra í meðlimaskránni til að sjá stillingarmöguleikana.
Athugaðu, að það þarf að vera minnst einn stjórnandi í hverjum aðgangi.
Setja notkunartakmarkanir á fyrirtækjareikning
Stjórnendur geta stillt fyrirtækjareikninginn sinn og takmarkað notkun á vissum tímum, staðsetningum, faratækjum og sett mánaðarlegt hámark á ferðir starfsmanna sinna.
Smelltu á Breyta (Edit) hægra megin við Notkunartakmarkanir (Usage Restrictions).
Gluggi opnast þar sem þú getur breytt stillingum á fyrirtækjareikningnum.
Hvar
Hopp er í boði í mörgum löndum og borgum. Þú getur leyft meðlimum að nota Hopp á öllum stöðum með því að velja „Alls staðar“ (Everywhere) eða takmarkað aðgang að ákveðnum stöðum með því að smella á Breyta (Edit) .
Hvenær
Sem stjórnandi geturðu stillt hvort meðlimir megi nota Hopp alla daga, einungis virka daga (mánudaga–föstudaga) eða takmarka notkun við ákveðna daga og tíma dags.
Hvað
Sem stjórnandi geturðu valið hvaða farartækjategundir meðlimir mega nota — hlaupahjól, e-bikes, bíla eða leigubíla.
Athugaðu að sumar þjónustur eru aðeins í boði á ákveðnum svæðum.
Mánaðarlegt hámark
Sem stjórnandi geturðu stillt mánaðarlegt hámark fyrir hvern meðlim. Þetta þýðir að hver meðlimur getur aðeins farið ferðir þar til hann nær ákveðnu hámarki í eyðslu.
Greiðslur og stillingar
Stjórnendur geta breytt upplýsingum fyrirtækjareikningsins og greiðslumátun.
Breyta stillingum
Til að breyta stillingum — t.d. bæta við eða breyta tölvupóstum, uppfæra kennitölu fyrirtækis, heimilisfangi eða reikningsupplýsingum, smelliru á Breyta (Edit) efst til hægri á skjánum.
Þegar þú ert kominn inn í stillingar geturðu uppfært upplýsingar fyrirtækisins eins og þér hentar.
Athugið: Hægt er að bæta við upplýsingum í invoice info sem eiga að birtast á reikningum sem sendir eru í lok hvers mánaðar.
Til að bæta við fleiri netföngum skaltu slá þau inn í reitinn með kommu á milli
Breyta greiðslumáta í vefútgáfunni
Eins og stendur eru alltar breytingar á greiðslum gerðar í Hopp appinu.
Þegar þú smellir á Breyta (Edit) við hliðina á greiðslukortinu í vefútgáfunni birtist gluggi með QR-kóða.
Skannaðu kóðann til að opna veskið þitt í Hopp appinu, þar sem þú getur uppfært greiðslumáta.
Frekari upplýsingar má finna í leiðbeiningunum Hvernig á að breyta greiðslumáta í appinu.
Athugið: Ekki er hægt að eyða eða loka fyrirtækjareikningi sjálfur. Hafðu samband við þjónustuver til að óska eftir að loka fyrirtækjareikning
Greiðslur
Þegar fyrirtækjareikningur er stofnaður er eitt greiðslukort (debet eða kredit) skráð sem greiðslumáti. Allar ferðir sem meðlimir fara eru rukkaðar á þetta kort.
Hinn 26. hvers mánaðar er sendur tölvupóstur á netfangið sem skráð er á fyrirækjareikninginn.
Þessi póstur inniheldur yfirlit yfir notkun reikningsins síðasta mánaðar.
Reikningar eru sendir sem viðhengi í tölvupósti og innihalda allar þær nauðsynlegum upplýsingum til bókhalds, ásamt nákvæmu sundurliðuðu yfirliti yfir notkun hvers meðlims.
Hopp starfar sem franchise model,
þar sem hvert svæði er rekið af sérstöku fyrirtæki.
Þetta þýðir að ef meðlimir nota fyrirtækjareikninginn á mörgum stöðum fá stjórnendur reikninga frá mismunandi rekstraraðilum í lok mánaðarins.
Dæmi: Reikningurinn er notaður í Borg A og Borg B — í lok mánaðarins eru sendir tveir reikningar, einn frá hvoru svæði.
Mánaðargreiðslur
Stjórnendur geta sótt um að setja reikninginn í mánaðarlegar greiðslur. Með þessari aðferð greiðast allar ferðir saman og eru rukkaðar einu sinni í mánuði. Reikningar fyrir greiðslunum er sendur út þann 26. hvers mánaðar.
Til að virkja mánaðarlegar greiðslur þurfa stjórnendur að hafa samband
við það Hopp-sérleyfi sem starfrækt er á sínu svæði.