Skip to main content
All CollectionsÍslenskaAlmennt
Ferðasaga og kvittanir
Ferðasaga og kvittanir

Í Hopp appinu er hægt að finna ferðasögu og kvittanir fyrir hverja ferð. Hægt er að sækja kvittun / reikning / nótu sem PDF skrá.

Updated over a week ago

Opnaðu valmyndina og veldu Saga til að sjá lista af öllum ferðum.

Ferðirnar mínar

Listinn sínir gerð farartækis (Deilibíl, rafskútu eða leigubíl) sem ferðin var farin á.

Smelltu á ferð í listanum til að sjá nánari upplýsingar og kvittanir.

Nánari upplýsingar

Hér sést leiðin sem var farin frá upphafsstað (A) og að endastað (B).

Einnig sést hvenær ferð átti sér stað, hversu mikið hún kostaði og hversu mikill koltvíoxíð útblástur var sparaður.

Kvittun

Til að sjá kvittanir í appinu er ýtt á græna takkan neðst á skjánum. Kvittunin sýnir allar þær upplýsingar sem nauðsynlegt er að sjá.

Kvittanir fyrir endurgreiddum ferðum sýna upprunalega kvittun á fyrstu blaðsíðunni og endurgreiðslukvittun á seinni blaðsíðunni.

Hala niður og deila kvittun

Til að hala niður og deila kvittun er ýtt á svarta takkann neðst á skjánum. Það kallar fram viðmót þar sem hægt er að velja að sækja kvittun sem PDF eða deila henni á mismunandi móttakendur.

Kvittanir / Nótur fyrirtækjareikninga

Ef að ferð er greidd af fyrirtækjareikning þá sést á kvittuninni upplýsingar um notandann sem fór ferðina og upplýsingar um fyrirtækið sem greiddi fyrir ferðina.

Til að fá kvittanir með kennitölu og öðrum upplýsingum er best að búa til fyrirtækjareikning hjá Hopp.

Did this answer your question?