Skip to main content
Stofna fyrirtækjareikning

Svona eru fyrirtækjareikningar stofnaðir og greiðslumáta bætt við.

Updated over a week ago

Hægt er að stofna fyrirtækjareikninga í Hopp appinu. Fyrirtækjareikningar eru greiðslumáti þar sem eitt kort greiðir fyrir allar ferðir notenda sem hafa aðgang að reikningum. Þannig geta fyrirtæki boðið starfsmönnum að Hoppa á vinnutíma og greitt fyrir notkun þeirra. Þetta stuðlar að grænni og betri samgöngum.

Að setja upp aðganginn

Byrjaðu á því að opna Hopp forritið og skrá þig inn með þínum persónulega notendaaðgangi. Ef þú hefur ekki gert það nú þegar þá er hægt að fylgja þessum leiðbeiningum.

Næst opnar þú valmyndina með hnappinn í neðra vinstra horni skjásins og velur Veski (Wallet).

Veldu svo ,,bæta við" (Add) undir Fyrirtækjaaðgang (Company accounts) til að búa til nýjan aðgang.

Fylgdu svo einföldu leiðbeiningunum sem lýsa því hvernig fyrirtækjaaðgangar virka.

Á síðustu síðu leiðbeininganna, veldur þú ,,Búa til fyrirtækjaaðgang" (Create company account) þar sem þú getur fyllt út upplýsingar um fyrirtækið.

Fylla út fyrirtækjaupplýsingar

Fylltu út allar nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið.

Taktu eftir að þessum upplýsingum má breyta síðar ef þörf er á.

Nafn - Nafn fyrirtækisins

Netfang - Netfangið sem fær reikninga og yfirlit send

Bættu við meira en einu netfangi með því að skilja þau að með semikommu (;)

Kennitala - Auðkenni fyrirtækisins úr þjóðskrá

Heimilisfang - Heimilisfang fyrirtækisins

Póstnúmer - Póstnúmer fyrirtækisins

Upplýsingar á kvittun - Auka upplýsingar sem þurfa að birtast á kvittunum.

Nokkur dæmi um hvað gæti verið sett þarna:

  • Upplýsingar sem gera grein fyrir hvaða deild innan fyrirtækisins heldur úti fyrirtækjareikningnum.

  • VSK-númer ef það þarf að koma fram á kvittunum.

  • Skýring sem fyrirtæki þarf að hafa á öllum kvittunum.

Eftir að upplýsingar um fyrirtækið hafa verið fylltar út, ýttu á "áfram".

Sláðu inn nafn þitt og ýttu svo á "Búa til fyrirtækjareikning"

Fyrirtækjareikningur hefur nú verið stofnaður! 🎉


Virkja fyrirtækjareikning

Til þess að virkja fyrirtækjareikning þá þarf a bæta við greiðslukorti (debit eða credit).

Ekki er hægt að nota fyrirtækjareikninginn eða bjóða öðrum að nota hann fyrr en greiðslukorti hefur verið bætt við.

Flest greiðslukort á Íslandi notast við 3DS öryggisstaðalinn. Til þess að geta bætt við korti og virkjað fyrirtækjareikninginn þá þarf viðkomandi að geta samþykkt heimildarleit frá 3DS öryggisstaðlinum.

Það má breyta greiðslukorti eftir að aðgangurinn hefur verið virkjaður.

Eftir að korti hefur verið bætt við hefur fyrirtækjareikningurinn verið virkjaður og hægt er að bjóða starfsmönnum að fá aðgang.

Did this answer your question?