Skip to main content
All CollectionsÍslenskaAlmennt
Setja upp Hopp notendaaðgang
Setja upp Hopp notendaaðgang

Svona setur þú upp Hopp notendaaðganginn þinn.

Updated over a week ago

Það er sáraeinfalt að setja upp aðgang til að byrja að nota Hopp. Það eina sem þú þarft er snjallsími með Hopp appinu og svo er hægt að stofna aðgang með:

  • Apple ID

  • Google-reikning

  • Símanúmeri

Athugið

Notendur sem hafa skráð sig inn með símanúmeri og skrá sig síðan inn með Apple ID eða Google-reikning þurfa að tengja aðgangana saman til að sjá ferðasögu, greiðslukort og fleira.

Sjá leiðbeiningar:

Yfirlit

Þegar þú opnar Hopp appið í fyrsta skipti þá sérðu skjá sem lítur svona út:

Velja tungumál

Hopp appið hefur verið þýtt á mörg tungumál.

Með takkanum uppi í hægra horninu getur þú still tungumálið.

Apple ID

Ýtt er á "Continue with Apple" til að skrá sig inn með Apple ID.

Hér er hægt að velja hvort eigi að sýna eða fela netfangið.

Google-reikningur

Ýtt er á "Continue with Google", og síðan er ákveðinn Google reikningur valinn til að skrá sig inn með.

Símanúmer

Byrjað er á að velja landsnúmer og síðan er símanúmerið slegið inn. Sent er SMS með 4-stafa pin kóða sem þarf að setja inn til að skrá sig inn.

Ef SMS sendist ekki þarf að bíða í nokkrar mínútur og reyna aftur eða fá símhringingu sem les upp 4-stafa kóðann.

Kennsluefni

Eftir að búið er að skrá sig inn þá eru notendur leiddir í gegnum kennsluefni sem kennir þeim að nota Hopp appið og þjónustu Hopp.

Þjónustuskilmálar og Persónuverndarstefna

Eftir að búið er að fara í gegnum kennsluefnið þarf að samþykkja notendaskilmála til að halda áfram.

Til hamingju! Þú hefur stofnað Hopp aðgang🎉


Innskráning

Ferlið við að skrá sig inn er eins og þegar maður stofnar aðgang í fyrsta sinn nema ekki þarf að fara í gegnum kennsluefnið.

Ef þú hefur notað Hopp appið áður þá skráir þú þig inn með eftirfarandi innskráningaraðferðum:

  • Apple ID

  • Google-reikning

  • Símanúmer

Athugið

Notendur sem hafa skráð sig inn með símanúmeri og skrá sig síðan inn með Apple ID eða Google-reikning þurfa að tengja aðgangana saman til að sjá ferðasögu, greiðslukort og fleira.

Sjá leiðbeiningar:

Ef það eru einhver vandamál við að skrá sig er hægt að senda tölvupóst á [email protected] til að fá aðstoð.

Did this answer your question?