Skip to main content
All CollectionsÍslenskaAlmennt
Svæði og kort (Uppfært apríl 2024)
Svæði og kort (Uppfært apríl 2024)

Í appinu eru mismunandi svæði sem hægja á farartæki, veita afslátt og fleira.

Updated over 6 months ago

Athugið: Litir svæða á kortinu voru uppfærðir í apríl 2024

Bannað að leggja: Rautt (gamalt) → Hvítt (uppfært).

Nýtt bannsvæði: → Rautt (þar má hvorki leggja né keyra) (kemur í maí 2024)

Út fyrir svæði: Rautt (gamalt) → Blátt (uppfært).

Í appinu eru nokkur mismunandi svæði sem sjást á kortinu. Þessi svæði breyta hegðun farartækja og hafa áhrif á virkni. Þessi svæði eru:

  • Hægt svæði - Gult / appelsínugult

    • Hægir á farartækjum að keyra á þessu svæði.

  • Bannað að leggja - Hvítt

    • Ekki hægt að enda ferð meðan farartæki er á þessu svæði.

  • Bannsvæði - Rautt

    • Bannað að keyra á svæðinu og ekki hægt að enda ferð.

  • Afsláttarsvæði - Grænt

    • Afsláttur gefin fyrir að leggja hér.

  • Út fyrir svæði - Blátt

    • Að fara út fyrir svæði getur endað ferð sjálfkrafa.

  • Leggjustæði - Rautt P

    • Svæði sem nauðsynlegt er að enda ferð á.

  • Tilvaliðstæði - Blátt P

    • Svæði sem tilvalið er að enda ferð á.

Hægt er að smella á svæði í appinu til að sjá meiri upplýsingar um það.

Hægt svæði (gult / appelsínugult)

Hæg svæði eru bara fyrir rafskútur. Deilibílar verða ekki fyrir áhrifum.

Gulu svæðin hægja á rafskútum þegar keyrt er innan svæðis. Flest hæg svæði lækka hámarkshraðan niður í 15km/klst, en þau geta stundum farið allt niður í 6km/klst.

Rafskútan nær aftur upp venjulegum hraða þegar hæga svæðið er yfirgefið.

Staðir þar sem finna mætti hæg svæði:

  • Skólalóðir

  • Göngugötur

  • Gangstéttir með mikilli gangandi umferð


Bannað að leggja (Hvítt)

Svæði þar sem er bannað að leggja eru hvít á litinn og finnast innan þjónustusvæðisins.

Hægt er að keyra innan þessara svæða en ekki er hægt að enda ferðina þar.

Ef farartæki í ferð er skilið eftir innan rauðs svæðis þá getur ferðin verið óvirkjuð og notandin fær þá sekt fyrir. Rafskútur sem verða batteríslausar í miðri ferð innan þessara svæða geta líka leitt til sektar fyrir notandann.

Staðir sem mætti finna svæði þar sem er bannað að leggja:

  • Skólalóðir

  • Bílakjallarar

  • Einkalóðir

  • Gatnamót


Bannsvæði (Rautt)

Bannsvæðum verður bætt við í maí 2024 og eru merkt rauð. Svæði þar sem ekki má leggja er núna hvít.

Þegar keyrt er inn á bannsvæði þá hægist á rafskútu niður í 5-8km/klst og bannað er að enda ferðina með appinu og ef farartæki er skilið eftir þá verður notandi sektaður.

Svona svæði má finna á hjá:

  • Skólalóðum

  • Kirkjugörðum

  • Svæðum þar sem umferð almennings er bönnuð


Afsláttarsvæði (Green)

Ef ferð er enduð inn á grænu svæði þá fæst afsláttur fyrir ferðina.

Hægt er að sjá afslátt á kvittun í ferðasögunni í appinu.

Út fyrir svæði (Blátt)

Hvar má hoppa er afmarkað með stóra blá svæðinu sem rammar inn þjónustusvæðið.

Sum þjónustusvæði bjóða upp á að keyra út fyrir svæði (t.d. Deilibílar), en ef ferð er enduð utan svæðis þá gæti notandi fengið sekt.

Önnur svæði (t.d. Rafskútur í Reykjavík) leyfa að keyra út fyrir svæði en enda ferðina sjálfkrafa eftir smá stund.

Hoppspots

Punktar á þjónustusvæðinu þar sem þarf að leggja (rauð) eða tilvalið sé að leggja á (blá).

Leggjustæði (Rautt P)

Sumar staðsetningar sem Hopp er með starfsemi (Tenerife ofl) eru með leggjustæði. Það er einungis hægt að enda ferð á þessum svæðum.

Tilvaliðstæði

Tilvalið er að enda feriðr á bláupunktunum. Oft eru sett græn afsláttarsvæði til að hvetja notendur enn frekar að leggja þar.

Did this answer your question?