Til að stilla takmarkanir á fyrirtækjareikning þá þarf að opna appið og fara í Veskið.
Þar þarf að velja fyrir tækjareikninginn sem á að vera stilltur.
Taktu eftir að bara Stjórnendur geta stillt takmarkanir.
Síðan er smellt á Notkunartakmarkanir
Hvar
Hér er hægt að stilla hvar má Hoppa.
Sjálfgefið val er að hægt sé að nota reikninginn allsstaðar en hægt er að stilla nákvæmlega hvar má Hoppa.
Hvenær
Hægt er að velja að leyfa notendum að nota reikninginn hvenær sem er en einnig er hægt að velja nákvæmari tímasetningar.
Velja nákvæmar tímasetningar
Hér er hægt að velja nákvæmlega hvaða daga og tímadags sem að reikningurinn er aðgengilegur sem greiðslumáti.
Hægt er að stilla tímaramma sérhversdags fyrir sig og hægt er að ýta á Uppfæra alla daga til að setja sama tímaramma fyrir alla daga.
Hvað
Hægt er að velja allar þjónustur og þá gefst notendur reikningsins kleift að nota þær þjónustur sem eru í boði á hverju svæði fyrir sig.