Skip to main content
All CollectionsÍslenskaFyrirtækjareikningar
Rammasamningar ríkisins fyrir Hopp
Rammasamningar ríkisins fyrir Hopp

Leiðbeiningar fyrirtækjareikninga Hopp fyrir aðila að rammasamningum ríkisins.

Updated over a week ago

Stofna fyrirtækjareikning

Svona virka fyrirtækjareikningar fyrir aðila rammasamninga

Auðvelt er að stofna fyrirtækjareikning í Hopp-appinu undir Veski/Wallet. Stjórnendur stýra aðganginum, velja hvar og hvenær má hoppa á kostnað fyrirtækisins og með hvaða farartækjum (leigubíl, deilibíl, rafskútu).

Þegar notast er við fyrirtækjareikninga velur notandinn fyrirtækið sitt sem greiðanda áður en hann hoppar af stað. Það er því auðvelt að aðskilja persónulegar ferðir frá þeim sem eru á vegum fyrirtækis eða stofnunar. Kvittanir eru sendar á stjórnanda reiknings í lok mánaðar.

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til að sjá leiðbeiningar fyrir uppsetningu og notkun:

Til þess að virkja afsláttarkjör rammasamninga þarf fyrst að stofna fyrirtækjareikning og síðan ​senda tölvupóst á: [email protected].


Leigubílar

Taktu þátt í að bæta samgöngur á Íslandi

Farveita Hopp býður upp á nýja tegund þjónustu á Íslandi sem leggur áherslu á gæði, gagnsæi og öryggi.

Allar ferðir með Hopp leigubílum eru pantaðar í Hopp-appinu, án aðkomu síma- eða þjónustuvers. Farþegar fá að vita fyrirfram hvað ferð þeirra mun kosta, hver keyrir, fá nákvæma leiðarlýsingu á áfangastað og sjá hvar leigubíllinn er staðsettur í appinu. Þegar á áfangastað er komið þarf ekki að greiða bílstjóranum fyrir ferðina, enda hefur greiðsla þegar verið framkvæmd í appinu.

Yfirlýst markmið Hopp er að lágmarka umhverfisáhrif þjónustunnar. Stefnt er á að allur bílaflotinn verði knúinn rafmagni að fjórum árum liðnum - ef ekki fyrr!

Nánari leiðbeiningar um leigubílana má finna hér.


Deilibílar

Grænt bókhald? Minni mengun - meira Hopp

Til hvers að reka bílaflota fyrir hvert og eitt fyrirtæki eða stofnun þegar það er hægt er að deila bæði kostnaði og gæðum? Í dag eru deilibílarnir um 50 talsins og stefnt er að því að fjölga þeim hratt árið 2024 og gera þá aðgengilega á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Þjónustusvæðið nær svo langt sem hleðslan endist en einungis er hægt að skilja endanlega við ökutækið innan ákveðins svæðis. Allir deilibílar Hopp eru rafbílar og hægt er að sjá skila- og þjónustusvæði í Hopp appinu.

Notkun deilibílanna er einföld. Notandi virkjar ökuskírteinið sitt og skannar QR-kóðann á bílnum, velur greiðanda og ekur af stað. Hægt er að sjá staðsetningu deilibíla í Hopp-appinu og taka þá frá áður en mætt er að bílnum.

Nánari leiðbeiningar um deilibílana má finna hér.


Rafskútur

Aldrei verið auðveldara að koma sér á milli staða

Rafskútur Hopp ættu allir að þekkja, enda hafa þær á stuttum tíma orðið að einum vinsælasta ferðamáta fólks á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Loksins geta þátttakendur í útboði Ríkiskaupa boðið starfsfólki sínu að taka vistvænan ferðamáta og fækkað bílum í umferðinni. Notkunin er einföld. QR-kóði á rafskútu er skannaður í Hopp-appinu og hoppað af stað. Rafskúturnar eru aðgengilegar á öllu höfuðborgarsvæðinu ásamt því að vera í boði í flestum sveitarfélögum á Íslandi.

Nánari leiðbeiningar um rafskúturnar má finna hér.

Did this answer your question?