All Collections
Íslenska
Deilibílar
Bæta við ökuskírteini
Bæta við ökuskírteini

Svona bætir þú við ökuskírteini í Hopp appinu.

Updated over a week ago

Ef þú sérð ekki möguleikann að bæta við ökuskírteini þá eru Deilibílar ekki í boði á þínu svæði.

Þú verður að hafa gilt og samþykkt ökuskírteini til að aka Deilibílum. Ökuskírteini þarf að bæta við í Hopp appið og fá staðfest.

Samþykki ökuskírteinis er sjálfvirkt og tekur venjulega aðeins nokkrar mínútur. Ef upp koma einhver tæknileg vandamál gæti verið þörf á handvirkri sannprófun.

Hafðu samband við þjónustuver í gegnum appið ef ökuskírteinið þitt var ekki samþykkt sjálfkrafa.

Bæta við ökuskírteini

Úr stillingum

Opnaðu Hopp appið og farðu í Aðgerðir → Stillingar → Breyta persónu upplýsingum.

Þar munt þú sjá bláan takka sem segir Bæta við. Ýttu á þennan takka til að hefja ferlið að bæta við ökuskírteini.

Úr kortinu

Veldu bíla með takkanum upp í hægra horninu.

Findu bíl á kortinu og ýttu á Taka frá. Þú verður beðin um að bæta við ökuskírteini til að halda áfram.

Þú getur einni skannað QR kóðan á bíl til að fá upp sama viðmót.

Taktu eftir að bíllinn er ekki tekinn frá á meðan þú bætir við ökuskírteini.


Ferli

Ferlið við að bæta við og samþykkja ökuskírteini er sinnt af þriðja aðila sem kallast Jumio.

Myndir af ökuskírteini

Fyrst þarf að taka myndir af fram- og bakhlið ökuskírteinis.

Appið tekur sjálfkrafa myndir ef þú heldur myndavélinni á símanum í réttri fjarlægð og birtan er nægilega góð.

Ef myndin er óskýr þá getur þú prufað að skipta yfir í frammyndavélina og skipta svo aftur til baka yfir í bakmyndavélina.

Sjálfsmynd

Eftir að búið er að taka myndir af ökuskírteininu þarf að taka sjálfu af andlitinu þínu.

Þessi sjálfa staðfestir að þú sért handhafi ökuskírteinisins.

Appið mun leiðbeina þér í gegnum ferlið við að taka sjálfuna.

Ef skjárinn tekur ekki sjálfkrafa mynd þá þarf að taka myndina handvirkt. Þú notar appið til þess þannig ekki fara út appinu.


Staðfesting á ökuskírteini

Eftir að þú ert búinn að fara í gegnum ferlið við að bæta við skírteininu þá staðfestir kerfið sjálfkrafa skírteinið eða hafnar því.

Þú getur farið í Stillingar í appinu til að fylgjast með.

Ökuskírteini samþykkt

Ef allt gekk vel þá er ökuskírteinið samþykkt hratt og örugglega.

Núna getur þú leigt Deilibíl og byrjað að keyra.

Ökuskírteini hafnað

Ef að einhverri ástæðu þá var tilrauninni við að bæta við ökuskírteini hafnað þá getur þú prufað að bæta því við aftur.

Ef seinni tilraunin gekk ekki heldur þá skaltu hafa samband við þjónustuverið í gegnum Hopp appið.

Did this answer your question?