Það var vandmál með ferðina mína, hvernig fæ ég aðstoð?
Hopp Leigubílar er glæný þjónusta og það geta komið upp smávægilega vandamál á byrjunametrunum. Við leysum öll mál eins fljótlega og við getum.
Ef það var eitthvað vandamál með ferðina þína þá getur þú talað við þjónustuver Hopp í gegnum Hopp appið með því að opna Hjálp → Opna Netspjall.
Er hægt að velja marga áfangastaði og greiða hver fyrir sig?
Að svo stöddu er það ekki hægt.
Það er bara hægt að velja einn áfangastað fyrir þig og hina farþegana sem eru með þér í bílnum. Það er ekki hægt að skutla farþegum á marga staði og leyfa þeim að greiða hver fyrir sig.
Við höfum áform um að bæta við þessum eiginleikum og munum bæta þeim við eins fljótlega og við getum.
Leigubíllinn kom aldrei, hvað get ég gert?
Ef það var eitthvað vandamál með ferðina þína þá getur þú talað við þjónustuver Hopp í gegnum Hopp appið með því að opna Hjálp → Opna Netspjall.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected].
Ef þú varst rukkaður fyrir ferð þá leysum við öll greiðslu mál eins fljótt og við getum.
Fæ ég tilkynningar í símann?
Já, Hopp appið sendir tilkynningu í símann þegar Leigubílstjóri er fundinn fyrir ferðina og er lagður af stað. Þú færð svo aðra tilkynningu þegar bílstjórinn er mættur að sækja.
Mundu að hafa tilkynningar kveiktar í Hopp Appinu
Hversu margir farþegar geta verið í bíl?
Þegar þú bókar ferð með Hopp leigubíl þá hefur þú allan bílinn útaf fyrir þig.
Fjöldi farþegar sem komast í bíl er byggt á gerð bílsinns sem bókaður er. Allir bílar eru fjögurra sæta nema bílar sem merktir eru Extra Large, en þeir eru rúma 7 manns.
Þú getur alltaf séð hversu mörg sæti eru í bílnum áður en þú staðfestir bókun í appinu.
Hvernig læt ég vita af bilun í hugbúnaði?
Þar sem að þjónustan er glæný þá geta af og til komið upp hugbúnaðarvillur í appinu. Við værum afar þakklát ef þú gætir látið okkur vita af villum sem þú finnur í appinu.
Til þess að tilkynna hugbúnaðarvillu er best að taka skjáskot eða skjámyndband og senda á okkur í gengum netspjallið í Hopp appinu.